Ferðakostnaður vegna íþrótta og tómstunda

Málsnúmer 2025020620

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3558. fundur - 18.02.2025

Umræða um ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.

Heimir Örn Árnason var málshefjandi.

Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ásrún Ýr Gestsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Inga Dís Sigurðardóttir.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir þungum áhyggjum af ferðakostnaði barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum og tómstundum. Kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnum árum en ferðasjóður ÍSÍ hefur lækkað á sama tíma. Bæjarstjórn felur fræðslu- og lýðheilsuráði að kortleggja stöðuna betur með tilliti til barna og unglinga sem búa í Akureyrarbæ. Jafnframt hefur bæjarráð óskað eftir fundi með mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 69. fundur - 12.03.2025

Umræður um ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðunum vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi var vísað til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá bæjarstjórn og var ráðinu falið að kortleggja stöðuna betur með tilliti til barna og unglinga sem búa í Akureyrarbæ.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsti á fundi sínum þungum áhyggjum af ferðakostnaði barna og unglinga á landsbyggðunum tengt íþróttum og tómstundum. Kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnum árum en ferðasjóður ÍSÍ hefur lækkað á sama tíma.

Þóra Pétursdóttir svæðisfulltrúi ÍSÍ/UMFÍ á Norðurlandi eystra, Siguróli Magni Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Þóru Pétursdóttur svæðisfulltrúa ÍSÍ/UMFÍ á Norðurlandi eystra, Siguróla Magna Sigurðssyni íþróttafulltrúa KA og Lindu Guðmundsdóttur íþróttafulltrúa Þórs fyrir komuna og góðar umræður.