Fræðslu- og lýðheilsuráð

63. fundur 27. nóvember 2024 kl. 13:00 - 15:00 Golfskálinn að Jaðri
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jón Hjaltason
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Rannveig Elíasdóttir S-lista afboðaði sig á fundinn. Enginn varamaður kom í hennar stað.

1.Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2022110690Vakta málsnúmer

Steindór Ragnarsson framkvæmdarstóri og Jón Heiðar Sigurðsson skrifstofustjóri Golfklúbbs Akureyrar tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi klúbbsins og sýndu ráðinu aðstöðu félagsins að Jaðri.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fulltrúum GA fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs - gjaldskrár

Málsnúmer 2024090893Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs og farið yfir drög að gjaldskrám sem taka eiga gildi 1. janúar 2025.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheisluráð samþykkir með fjórum atkvæðum gjaldskrárnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat hjá.

3.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2024111438Vakta málsnúmer

Samkvæmt 3.gr. samþykktar fyrir Afrekssjóð Akureyrarbæjar sitja fimm fulltrúar í stjórn sjóðsins, þrír frá ÍBA og fræðslu- og lýðheilsuráð skipar tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs og er hann sjálfskipaður formaður stjórnar. Vegna breytinga í nefndum bæjarins þarf að skipa nýjan fulltrúa fræðslu- og lýðheilsuráðs í stjórn sjóðsins.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tilnefnir Ingu Dís Sigurðardóttur sem nýjan fulltrúa fræðslu- og lýðheilsuráðs í stjórn Afrekssjóðs.

4.Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ)

Málsnúmer 2024111439Vakta málsnúmer

Ellert Örn Ellertsson, forstöðumaður íþróttamála kynnti fyrirhugaðan vinnufund á vegum Vetraríþróttarmiðstöðvar Íslands (VMÍ) þann 4. desember næstkomandi. Markmið fundarins er að vinna drög að framtíðarsýn VMÍ og móta markmið fyrir næstu ár.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Allir með, farsælt samfélag fyrir alla - samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF

Málsnúmer 2023030395Vakta málsnúmer

Ellert Örn Ellertsson, forstöðumaður íþróttamála sagði frá framgangi verkefnisins Allir með innan sveitarfélagsins.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.


Lagt fram til kynningar.

6.Reglur um einstaklingsstuðning (áður félagsleg liðveisla) í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2024100307Vakta málsnúmer

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti nýjar verklagsreglur fræðslu- og lýðheilsusviðs um einstaklingsstuðning (sem áður hét félagsleg liðveisla) og lagði þær fram til samþykktar í ráðinu.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um einstaklingsstuðning og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

7.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagður fram gátlisti barnvæns sveitarfélags.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar máli 4, 5 og 6 til kynningar í ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 15:00.