Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs - gjaldskrár

Málsnúmer 2024090893

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 59. fundur - 25.09.2024

Lögð fram drög að gjaldskrám sem taka eiga gildi 1.janúar 2025.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að gjaldskrá fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2025 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Ungmennaráð - 56. fundur - 06.11.2024

Rætt var um fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs og farið yfir drög að gjaldskrám sem taka eiga gildi 1. janúar 2025.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 63. fundur - 27.11.2024

Rætt um fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs og farið yfir drög að gjaldskrám sem taka eiga gildi 1. janúar 2025.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheisluráð samþykkir með fjórum atkvæðum gjaldskrárnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat hjá.