Fræðslu- og lýðheilsuráð

56. fundur 12. ágúst 2024 kl. 13:00 - 13:45 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Ísak Már Jóhannesson S-lista mætti í forföllum Rannveigar Eíasdóttur.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti ekki til fundar né varamaður hans.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista mætti ekki til fundar né varamaður hennar.

1.Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2024080242Vakta málsnúmer

Lögð var fram ný fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs sem kveður á um breytingu á fundartíma ráðsins um að fundað verði annan og fjórða miðvikudag í mánuði í stað mánudaga.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir haustið 2024 með þeirri undantekningu að halda fund mánudaginn 26. ágúst. Breytingin á sér stað frá og með 1.september 2024.

2.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027

Málsnúmer 2022080363Vakta málsnúmer

Uppfærð starfsáætlun lögð fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða starfsáætlun.

Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi B-lista lagði til að bætt verði í starfsáætlun aðgerðum er varða niðurstöðu frá bæjarstjórn um að setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna og var það samþykkt af ráðinu.

3.Skýrslur gæðaráða grunnskólanna

Málsnúmer 2023060725Vakta málsnúmer

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla kynnti niðurstöður gæðaráða grunnskólanna úr innra mati skólanna.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar skýrslur.


4.Gjaldskrár fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024

Málsnúmer 2023100054Vakta málsnúmer

Gjaldskrár leikskólagjalda og skóla- og frístundagjalda sem taka gildi frá og með nýju skólaári voru lagðar fyrir ráðið til samþykktar. Leikskólagjaldskrá gildir frá 1. sept 2024 og grunnskólagjaldskrá gildir frá 1. ágúst 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.

Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi B-lista sat hjá.

5.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2024

Málsnúmer 2024080245Vakta málsnúmer

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.

6.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagt fram barnvænt hagsmunamat.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málum í dagskrárliðum 2 og 3 til kynningar í ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 13:45.