Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2024080242

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 56. fundur - 12.08.2024

Lögð var fram ný fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs sem kveður á um breytingu á fundartíma ráðsins um að fundað verði annan og fjórða miðvikudag í mánuði í stað mánudaga.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir haustið 2024 með þeirri undantekningu að halda fund mánudaginn 26. ágúst. Breytingin á sér stað frá og með 1.september 2024.