Fræðslu- og lýðheilsuráð

35. fundur 14. ágúst 2023 kl. 13:00 - 14:45 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Jóhannesson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
  • Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar

1.Gjaldfrjálsir sex tímar og tekjutenging leikskólagjalda

Málsnúmer 2023070444Vakta málsnúmer

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar kynnti hugmyndir um sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum og tekjutengingu leikskólagjalda.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Danskur farkennari skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2023061719Vakta málsnúmer

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sagði frá dönskum farkennara sem er væntanlegur og mun styðja við dönskukennslu í grunnskólum skólaárið 2023-2024.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023

Málsnúmer 2023031680Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti rekstur sviðsins fyrstu sjö mánuði ársins 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Breyting á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2023

Málsnúmer 2023080292Vakta málsnúmer

Samhliða skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar er ný gjaldskrá lögð fram til samþykktar sem gerir ráð fyrir 8% lækkun gjaldskrár frá 1. október 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.

5.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027

Málsnúmer 2023080260Vakta málsnúmer

Forsendur og fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 lögð fram til kynningar. Umræður um fjárhagsáætlunarferlið og fjárhagsáætlun sviðsins.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Lagt fram til kynningar.

6.Fimleikafélag Akureyrar - starfsemi og rekstur 2022 - 2023

Málsnúmer 2023080304Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála fór yfir stöðu mála á rekstri og starfsemi Fimleikafélags Akureyrar.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Skautafélag Akureyrar - Búnaður fyrir nýja félagsaðstöðu í Skautahöll

Málsnúmer 2023080306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2023 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir framlagi til kaupa á búnaði fyrir nýja félagsaðstöðu í Skautahöllinni.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð sækir um 15 m.kr. í búnaðarsjóð umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu vegna kaupanna.

8.Íþróttafélagið Akur - aðstaða bogfimideildar

Málsnúmer 2021031754Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs þar sem óskað er eftir tímabundnum styrk frá Akureyrarbæ til að leigja æfingarhúsnæði fyrir bogfimistarfsemi félagsins frá september 2023 til maí 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024.

9.Golfklúbbur Akureyrar - breytingar á félagssvæði GA

Málsnúmer 2023080307Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að samningi við Golfklúbb Akureyrar varðandi uppbyggingu og breytingar á félagssvæði GA að Jaðri.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 14:45.