Haukur Arnar Ottesen Pétursson hóf umræðu um frístundastyrkinn.
Ungmenni sveitarfélagsins kalla eftir betri kynningu á styrknum, til dæmis í hvað hann nýtist, hverjum, hvenær og hver upphæðin sé. Það er dýrt að stunda tómstundir og íþróttir og á sumum heimilum kemur kostnaður í veg fyrir ástundun krakka. Ungmennaráðið spyr því tengt, hvort það sé uppi á borðum hjá bæjarstjórninni að hafa styrkinn tekjutengdan? Hvar standi sú umræða og hvernig yrði sú útfærsla ef af yrði?
Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og ítrekaði mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs. Sagði hún vel koma til greina að ráðast í kynningarátak á frístundastyrknum en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um tekjutengingu.
Hilda Jana Gísladóttir tók einnig til máls.
Freyja Dögg Ágústsdóttir fjallaði loks um upplýsingar um félagsstarf.
Ungmenni óska eftir einfaldara aðgengi að upplýsingum um það félagsstarf sem er í boði í sveitarfélaginu og jafnframt betri aðstöðu til félagsstarfs og meiri opnunartíma.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir ábendinguna sem hún taldi mikilvægt að bregðast við, enda séu upplýsingar forsenda þess að geta notað þjónustuna. Meðal annars þurfi að huga að því hvernig upplýsingar séu settar fram og með hvaða leiðum.