Stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2022111455

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 21. fundur - 05.12.2022

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu hugmynd að tilraunarverkefni til að mæta börnum með sértækan vanda í íþróttastarfi.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og felur sviðsstjóra, í samstarfi við forstöðumann tómstundamála, að leggja fram ítarlega verkáætlun og leggja fyrir ráðið eftir áramót.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 24. fundur - 30.01.2023

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu ítarlegri verkáætlun að tilraunarverkefninu Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.

Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu útfærslu á tilraunaverkefninu Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja tilraunaverkefnið Íþróttafélaginn til fjögurra mánaða að upphæð 2,2 m.kr. Undirbúningur er þegar hafinn og stefnt er að því að verkefnið hefjist strax í haust.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu stöðuna á tilraunaverkefninu Íþróttafélaginn - stuðning við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar góða kynningu og felur forstöðumanni tómstundamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar áframhaldandi vinnu til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2024.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Ungmennaráð kynnti sér tilraunaverkefnið Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda og rætt var um mikilvægi verkefnisins.
Ungmennaráð tekur vel í málið. Við bindum miklar vonir við að þetta verði börnum sem á þurfa að halda til góðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 45. fundur - 08.01.2024

Umræður um stöðuna á verkefninu Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Lögð fram skýrsla fyrir tímabilið 1. september - 31. desember 2023 um stöðu verkefnisins Íþróttafélaginn, stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.

Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð tók fyrir skýrslu Höllu Birgisdóttur forstöðumanns Birtu og Sölku og félagslegrar liðveislu um stöðu verkefnisins Íþróttafélaginn fyrir tímabilið 1. september - 31. desember 2023.
Ungmennaráð undirstrikar mikilvægi verkefnisins. Það er gríðarlega mikilvægt að börn fái jöfn tækifæri til að stunda þær íþróttir sem þau kjósa og fái til þess viðeigandi stuðning. Ungmennaráð leggur áherslu á að verkefnið verði fest í sessi til frambúðar og að fleiri íþróttafélög verði tekin inn í verkefnið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Lagt fram minnisblað um Íþróttafélagann þar sem fram kemur beiðni um að fá samþykki fyrir verkefninu til lengri tíma.


Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu áfram í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.