Fræðslu- og lýðheilsuráð

31. fundur 08. maí 2023 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Rannveig Elíasdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Ísaks Más Jóhannessonar.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista mætti ekki til fundarins né varamaður hennar.

1.Fjárhagsáætlunargerð 2024 - kynning á ferli

Málsnúmer 2023040707Vakta málsnúmer

Kynning á ferli fjárhagsaáætlunargerðar hjá Akureyrarbæ fyrir árið 2024.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

2.Skráningardagar í leikskólum

Málsnúmer 2023040631Vakta málsnúmer

Skráningardagar í leikskólum lagðir fram til samþykktar í fræðslu- og lýðheilsuráði.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að hefja innleiðingu skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs.


Rannveig Elíasdóttir S-lista óskar að bóka: Æskilegt hefði verið að eiga í víðtæku samráði við foreldra áður en ákvörðun væri tekin í málinu. Þá væri mjög æskilegt að í upphafi liggi fyrir hvernig meta eigi àrangur tilraunaverkefnisins, ekki síst möguleg áhrif á ólíka hópa m.t.t. kyns, efnahags og félagslegrar stöðu?

3.Ósk um viðauka vegna móttöku flóttabarna og annarra ÍSAT nemenda

Málsnúmer 2023040102Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna endurmats á viðbótarþjónustu, móttöku flóttabarna og nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT) haustið 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

4.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023

Málsnúmer 2023031680Vakta málsnúmer

Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs janúar-apríl 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

5.Uppbygging á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar - KA

Málsnúmer 2021081217Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um uppbyggingu á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar.

Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn við KA fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.