Valfrjálsir dagar í leikskólum

Málsnúmer 2023040631

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 30. fundur - 24.04.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað um valfrjálsa daga í leikskólum Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í hugmyndina um að taka upp valfrjálsa daga frá og með ágúst 2023 og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3807. fundur - 04.05.2023

Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Lagt fram til kynningar minnisblað um valfrjálsa daga í leikskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í hugmyndina um að taka upp valfrjálsa daga frá og með ágúst 2023 og vísar erindinu til bæjarráðs.

Í bæjarráði var rætt um mögulegar leiðir til styttingar vinnuvikunnar í leikskólum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 31. fundur - 08.05.2023

Skráningardagar í leikskólum lagðir fram til samþykktar í fræðslu- og lýðheilsuráði.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að hefja innleiðingu skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs.


Rannveig Elíasdóttir S-lista óskar að bóka: Æskilegt hefði verið að eiga í víðtæku samráði við foreldra áður en ákvörðun væri tekin í málinu. Þá væri mjög æskilegt að í upphafi liggi fyrir hvernig meta eigi àrangur tilraunaverkefnisins, ekki síst möguleg áhrif á ólíka hópa m.t.t. kyns, efnahags og félagslegrar stöðu?

Bæjarráð - 3808. fundur - 11.05.2023

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 8. maí 2023:

Skráningardagar í leikskólum lagðir fram til samþykktar í fræðslu- og lýðheilsuráði.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að hefja innleiðingu skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs.

Rannveig Elíasdóttir S-lista óskar að bóka: Æskilegt hefði verið að eiga í víðtæku samráði við foreldra áður en ákvörðun væri tekin í málinu. Þá væri mjög æskilegt að í upphafi liggi fyrir hvernig meta eigi àrangur tilraunaverkefnisins, ekki síst möguleg áhrif á ólíka hópa m.t.t. kyns, efnahags og félagslegrar stöðu?
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hefja innleiðingu tilraunaverkefnis um skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:

Þar sem um töluverða breytingu er að ræða hefði verið æskilegt að horfa til víðtæks samráðs við hagaðila áður en ákvörðun er tekin. Þá hefði verið eðlilegt að greina líkleg áhrif ákvörðunarinnar á ólíka hópa s.s. kynja, tekjuhópa og félagsstöðu. Þar sem litið er á verkefnið sem tilraun hefði einnig verið æskilegt að fyrir myndi liggja hvernig meta eigi árangur þess.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 55. fundur - 24.06.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri kynnti minnisblað um stöðuna á skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar sem ár er að verða liðið af tilraunaverkefni um skráningardaga þurfti að taka ákvörðun um framhaldið.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla og Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasardóttir fulltrúi grunnskólabarna og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að skráningardagar verði áfram í leikskólum Akureyrarbæjar með sama sniði og verið hefur, með fyrirvara um breytingar á forsendum, t.d. vegna kjarasamninga og ákvæða um styttingu vinnuviku. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.

Bæjarráð - 3854. fundur - 27.06.2024

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. júní 2024:

Kristín Jóhannesdóttir kynnti minnisblað um stöðuna á skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar sem ár er að verða liðið af tilraunaverkefni um skráningardaga þurfti að taka ákvörðun um framhaldið.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasardóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.



Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að skráningardagar verði áfram í leikskólum Akureyrarbæjar með sama sniði og verið hefur, með fyrirvara um breytingar á forsendum, t.d. vegna kjarasamninga og ákvæða um styttingu vinnuviku. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.


Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að skráningardagar verði áfram í leikskólum og felur fræðslu- og lýðheilsuráði að endurskoða reglur um skráningardaga með tilliti til breyttra forsenda.


Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá og óskar bókað:

Þó skráningardagar hafi reynst vel við að hrinda í framkvæmd vinnutímastyttingu á leikskólum bæjarins sem og að auðvelda stjórnendum að verða við óskum starfsfólks um orlof er ekki hægt horfa fram hjá því óhagræði sem þetta fyrirkomulag býr til hjá foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna. Þess vegna tel ég ekki rétt að taka ákvörðun um framlengingu verkefnisins án þess að leitað hafi verið eftir viðhorfum sjálfra notenda þjónustunnar. Gögn málsins gefa ekki til kynna að það hafi verið gert, t.d. með viðhorfs- eða þjónustukönnun. Þá hefði átt að nýta tækifærið sem nú gefst og gaumgæfa framkvæmd gjaldtökunnar, en Akureyrarbær er eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem tekið hefur upp skráningardaga þar sem gjaldtakan fer fram í formi sérstakrar álagningar fyrir hvern nýttan skráningardag.