Skautafélag Akureyrar - beiðni um endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2022060424

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 10. fundur - 22.06.2022

Erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð telur mikilvægt að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 17. fundur - 03.10.2022

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 22. júní 2022 og var þá vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við UMSA að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 126. fundur - 18.10.2022

Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 22. júní 2022 og var þá vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið. Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við UMSA að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka 6 milljónir króna af Búnaðarkaupasjóði UMSA til þess að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.