Málsnúmer 2010060122Vakta málsnúmer
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti hugmyndir um áframhaldandi leigu á íbúðum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri. Akureyrarbær leigir nú nokkrar íbúðir af Félagsstofnun stúdenta á Akureyri (FÉSTA) og endurleigir til fólks sem þarf félagslegt húsnæði. Í nokkrum þeirra er veitt allt að sólarhringsþjónusta til íbúa sem þar búa. Samningurinn við FÉSTA rennur út 1. janúar 2016 og er mikilvægt að tímanlega liggi fyrir hvort um áframhaldandi leigu verði að ræða eða hvort finna þurfi viðkomandi einstaklingum nýtt húsnæði.
Áfrýjanir vegna forgangs í leiguhúsnæði bæjarins eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.