Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu greindu frá vinnu við undirbúning útboðs á hár- og fótaaðgerðaþjónustu við Öldrunarheimilin og Þjónustumiðstöð í Víðilundi.
Lagt er til að útboðið feli í sér tvo þjónustustaði, Öldrunarheimili Akureyrar annars vegar og Þjónustumiðstöðina Víðilundi hins vegar. Rekstri hárgreiðslustofu verði hætt í Víðilundi og Bugðusíðu frá og með 1. febrúar 2014. Fótaaðgerðarstofa verði áfram starfsrækt í Víðilundi á grundvelli útboðs. Hár- og fótaaðgerðaþjónusta við Öldrunarheimili Akureyrar verður boðin út.
Félagsmálaráð samþykkir að unnið verði að gerð útboðslýsingar og útboðs á þjónustunni. Framkvæmdastjóra ÖA og forstöðumanni í Þjónustumiðstöðinni Víðilundi er falið að vinna áfram að málinu.