Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut/Súluveg, skipulagslýsing

Málsnúmer 2012110148

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg, dagsetta í janúar 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagslýsingin gildir bæði fyrir aðalskipulagsbreytingu svæðisins, sjá málsnr. 2012110148 og deiliskipulag svæðisins, sjá málsnr. 2012070028.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg, dags. í janúar 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagslýsingin gildir bæði fyrir aðalskipulagsbreytingu svæðisins, sjá málsnr. 2012110148 og deiliskipulag svæðisins, sjá málsnr. 2012070028.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 12. febrúar 2013.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 21. febrúar 2013.
3) Umhverfisnefnd, dagsett 12. febrúar 2013 sem ekki gerði athugasemdir við lýsinguna.
Athugasemdum úr 1. og 2. lið var vísað til úrvinnslu aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.







Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Bæjarstjórn - 3337. fundur - 09.04.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dags. 12. febrúar 2013.
2) Skipulagsstofnun, dags. 21. febrúar 2013.
3) Umhverfisnefnd, dags. 12. febrúar 2013 sem ekki gerði athugasemdir við lýsinguna.
Athugasemdum úr 1. og 2. lið var vísað til úrvinnslu aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Loga Más Einarssonar S-lista.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Aðalskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi Súluvegar, Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis dagsett 24. apríl 2013.
Engin athugasemd barst.
Umsögn barst frá Umhverfisnefnd dagsett 4. júní 2013.
Fulltrúar L-listans leggja til að í greinargerð skipulagsins verði ákvæði um að einungis verði heimiluð umhverfisvæn starfsemi á svæðinu.
Tveir nefndarmenn bókuðu að þau væru á móti breytingum í skipulagi svæðisins og að óviðunandi væri að festa í sessi iðnaðarstarfsemi í nálægð við verndarsvæði Glerár.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista ítrekar fyrri bókun að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistaperlu í mynni Glerárdals.

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. júní 2013:
Aðalskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi Súluvegar, Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis dagsett 24. apríl 2013.
Engin athugasemd barst.
Umsögn barst frá Umhverfisnefnd dagsett 4. júní 2013:
Fulltrúar L-listans leggja til að í greinargerð skipulagsins verði ákvæði um að einungis verði heimiluð umhverfisvæn starfsemi á svæðinu.
Tveir nefndarmenn bókuðu að þeir væru á móti breytingum í skipulagi svæðisins og að óviðunandi væri að festa í sessi iðnaðarstarfsemi í nálægð við verndarsvæði Glerár.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista ítrekar fyrri bókun að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistaperlu í mynni Glerárdals.

Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. júní 2013 barst eftir fund skipulagsnefndar. Skipulagsstofnun gerir engar athugasemdir.
Umsögn barst frá Umhverfisstofnun 3. júlí 2013 eftir að umsagnarfresti lauk og skipulagsnefnd tók málið fyrir. Í umsögninni er bent á, vegna áfyllingarstöðvar metangass, mikilvægi þess að allar öryggisfjarlægðir í næstu byggingar séu nægjanlegar og að á framkvæmdatíma áfyllingarstöðvarinnar verði þess gætt að halda hljóð- og loftmengun á svæðinu í lágmarki.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Logi Már Einarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óska bókað:

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar mótmæla skammsýnum hugmyndum um að festa iðnaðarstarfsemi í sessi á bökkum Glerár til langrar framtíðar.

Núverandi ástand skipulagssvæðisins er með öllu óviðunandi og brýnt að einhenda sér í það verkefni að bæta þar út strax.

Líst er yfir fullum stuðningi við þá hugmynd að byggja upp óslitið útivistarsvæði meðfram ánni frá fjöru til fjalls.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista greiðir atkvæði á móti tillögunni og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.