Málsnúmer 2010090056Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi var auglýst samhliða deiliskipulagi í Lögbirtingablaði, Dagskrá og Fréttablaði frá 20. október 2010 til 1. desember 2010. Tillögurnar voru einnig aðgengilegar í þjónustuanddyri Ráðhúss, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá:
Hörgársveit, dags. 25. október 2010, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 20. október 2010 og Vegagerðinni, dags. 2. nóvember 2010. Umsagnir og svör við þeim er að finna í fundargerð skipulagsnefndar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísar í bókun sína frá 21. september 2010.
Bæjarstjórn staðfestir 3., 4. og 6. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.