2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna golfvallar var auglýst þann 13. október til 24. nóvember 2010. Nýtt deiliskipulag fyrir golfvöllinn og deiliskipulagsbreytingar fyrir Naustahverfi 2. áfanga og Naustahverfi norðan Tjarnarhóls, voru auglýst samhliða. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni, Fréttablaðinu og Vikudegi.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.