Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi

Málsnúmer 2010090056

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3290. fundur - 21.09.2010

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 7. september 2010 unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Breytingarnar felast í að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "frístundabyggð", "verslunar- og þjónustusvæði" og "íbúðar- og athafnasvæði". Heildarsvæðið er um 27,8 ha.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Auður Jónasdóttir fulltrúi VG hvetur til að horft verði til heildarskipulags Hlíðarfjalls og Glerárdals og að ekki verði gerðar breytingar á einstökum svæðum eftir sér óskum hagsmunaaðila.

Fram kom leiðrétting varðandi stærð heildarsvæðisins, en hún er 26,7 ha.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 8. október 2010 unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Breytingarnar felast í að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "frístundabyggð", "verslunar- og þjónustusvæði" og "íbúðar- og athafnasvæði". Heildarsvæðið er um 26,7 ha. Tillagan er lögð fram að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar á skilgreiningu landnotkunar í fyrri tillögu og þarf bæjarstjórn að samþykkja nýja tillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsstjóra með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3294. fundur - 07.12.2010

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi var auglýst samhliða deiliskipulagi í Lögbirtingablaði, Dagskrá og Fréttablaði frá 20. október 2010 til 1. desember 2010. Tillögurnar voru einnig aðgengilegar í þjónustuanddyri Ráðhúss, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá:
Hörgársveit, dags. 25. október 2010, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 20. október 2010 og Vegagerðinni, dags. 2. nóvember 2010. Umsagnir og svör við þeim er að finna í fundargerð skipulagsnefndar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísar í bókun sína frá 21. september 2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.