Bæjarstjórn

3290. fundur 21. september 2010 kl. 16:00 - 16:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Forseti bauð Önnu Hildi Guðmundsdóttur fulltrúa A-lista velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 313. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. september 2010. Fundargerðin er í 13 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 4., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 12. og 13. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 4., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 12. og 13. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. september 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 314. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 15. september 2010.
Fundargerðin er í 10 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 3., 5., 6., 8., 9. og 10. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 5., 6., 8., 9. og 10. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 15. september 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi

Málsnúmer 2010090056Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 7. september 2010 unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Breytingarnar felast í að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "frístundabyggð", "verslunar- og þjónustusvæði" og "íbúðar- og athafnasvæði". Heildarsvæðið er um 27,8 ha.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Auður Jónasdóttir fulltrúi VG hvetur til að horft verði til heildarskipulags Hlíðarfjalls og Glerárdals og að ekki verði gerðar breytingar á einstökum svæðum eftir sér óskum hagsmunaaðila.

Fram kom leiðrétting varðandi stærð heildarsvæðisins, en hún er 26,7 ha.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Hlíðarendi - lausn úr landbúnaðarnotkun

Málsnúmer 2010090101Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Erindi dags. 31. ágúst 2010 frá eigendum Hlíðarenda, 603 Akureyri, landnúmer 146938, þeim Baldri Halldórssyni og SS Byggi ehf., kt. 620687-2519.
Sótt er um samþykki bæjarstjórnar fyrir lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir Hlíðarenda.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og í framhaldinu verði sótt um breytingu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir jörðina Hlíðarenda, 603 Akureyri, landnúmer 146938.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á mörkum golfvallarins

Málsnúmer 2010080058Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni, dags. 13. ágúst 2010 vegna breytinga á golfvelli. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Stækkun golfvallarsvæðis til norðurs og austurs.
2) Lega útivistarstíga um golfvallarsvæðið endurskoðuð.
3) Þéttbýlismörk lagfærð vegna stækkunar golfvallar.
4) Blandaðri landnotkun (verslun- og þjónustusvæði) bætt við vegna byggingar fyrirhugaðs hótels.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Jaðar golfvöllur - deiliskipulag

Málsnúmer 2009100092Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi golfvallarins við Jaðar. Tillagan er unnin af Teiknum á lofti ehf og Edwin R. Rögnvaldssyni golfvallarhönnuði, dags. 10. september 2010.
Einnig fylgja breytingaruppdrættir fyrir gildandi deiliskipulag í Naustahverfi dags. 10. september 2010, Naustahverfi - svæði norðan Tjarnarhóls og Naustahverfi 2. áfangi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Miðbær - suðurhluti

Málsnúmer 2010050038Vakta málsnúmer

Umræður um afgreiðslu skipulagsnefndar 15. september sl., 6. liður.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni þann 7. júlí 2010. Athugasemdafrestur var til 18. ágúst 2010.

30 athugasemdir bárust, þar af tveir undirskriftalistar, annar með 1854 undirskriftum og hinn með 14 undirskriftum.

Innkomin umsögn:
1) Vegagerðin dags. 18. júlí 2010.
Engar athugasemdir eru gerðar en farið er fram á að samráð verði haft við Vegagerðina um hönnun tengingar við Drottningarbraut.
Tekið er tillit til athugasemda og deiliskipulagstillögunni því hafnað í núverandi mynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að láta vinna heildstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti, Drottningarbraut og Austurbrú.

Bæjarstjórn staðfestir tillögur skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar.

Hermann Jón Tómasson sat hjá við afgreiðslu.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Áætlað er að skýrsla bæjarstjóra verði fastur dagskrárliður í lok hvers bæjarstjórnarfundar, þar sem hann færi yfir helstu atriði í störfum sínum á liðnum vikum.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti fyrirkomulag þessa dagskrárliðar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frekari umræðu málsins til bæjarráðs.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 9. og 16. september 2010
Framkvæmdaráð 3. september 2010
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 3. september 2010
Stjórn Akureyrarstofu 2. september 2010
Skólanefnd 6. september 2010
Íþróttaráð 7. september 2010
Félagsmálaráð 8. sept

Fundi slitið - kl. 16:50.