5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011:
Tillaga að deiliskipulagi golfvallarins við Jaðar samhliða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 2. áfanga og norðan Tjarnarhóls, var auglýst frá 13. október 2010 til 24. nóvember 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu.
Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011.
Ein umsögn barst þar sem engin athugasemd var gerð, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt ásamt deiliskipulagsbreytingartillögum í Naustahverfi og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.