Umræður um afgreiðslu skipulagsnefndar 15. september sl., 6. liður.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni þann 7. júlí 2010. Athugasemdafrestur var til 18. ágúst 2010.
30 athugasemdir bárust, þar af tveir undirskriftalistar, annar með 1854 undirskriftum og hinn með 14 undirskriftum.
Innkomin umsögn:
1) Vegagerðin dags. 18. júlí 2010.
Engar athugasemdir eru gerðar en farið er fram á að samráð verði haft við Vegagerðina um hönnun tengingar við Drottningarbraut.
Tekið er tillit til athugasemda og deiliskipulagstillögunni því hafnað í núverandi mynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að láta vinna heildstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti, Drottningarbraut og Austurbrú.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
Vinstrihreyfingin grænt framboð leggst gegn því að innan um eina heillegustu röð gamalla húsa sem varðveist hafa á Akureyri verði byggður skyndibitastaður með bílalúgu á lóð númer 78 við Hafnarstræti. Einnig leggst framboðið gegn byggingu afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á lóð númer 80. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur á það mikla áherslu að útlit nýrra bygginga á umræddum lóðum samræmist þeirri götumynd sem fyrir er.