Málsnúmer 2018050195Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. ágúst 2018:
Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 m² í 780 m² og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Birna Sigurbjörnsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, skurðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri lést þann 6. júlí sl. 75 ára að aldri.
Birna fæddist á Akranesi 13. september 1942 og lauk þar barnaskóla og síðan gagnfræðaprófi frá Héraðs- og gagnfræðaskólanum á Skógum í Rangárvallasýslu. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1964.
Birna var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1990-1994 auk þess að vera m.a. aðalmaður í atvinnumálanefnd og varamaður í bæjarráði og hafnarstjórn.
Eiginmaður Birnu var Svavar Eiríksson en hann lést árið 2006. Birna og Svavar eignuðust fjögur börn.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Birnu Sigurbjörnsdóttur samúð sína, um leið og henni eru þökkuð störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Birnu Sigurbjörnsdóttur með því að rísa úr sætum.