Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks

Málsnúmer 2018050195

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 11. maí 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótel Akureyri ehf., kt. 640912-0220, sækir um leyfi fyrir hækkun á húsi nr. 73 við Hafnarstræti um eina hæð. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í breytinguna og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 fm í 780 fm og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3438. fundur - 21.08.2018

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. ágúst 2018:

Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 m² í 780 m² og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.