Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer
9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. maí 2018:
Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð samþykkti svör við athugasemdum en frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir að skipulagssvæðinu verði skipt upp í tvö skipulagssvæði A- og B-hluta og deiliskipulagi B-hluta verði frestað. Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga fyrir A-hlutann þannig breytt og breyting á suðurhluta Hlíðahverfis verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Í upphafi fundar bauð forseti Hildi Betty Kristjánsdóttur velkomna á hennar fyrsta bæjarstjórnarfund.
Forseti leitaði síðan afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa 2018-2022 sem verði 9. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.