Bæjarstjórn

3423. fundur 21. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 18. október 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 27. september og 25. október 2017.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Sigurjón Jóhannesson D-lista óskaði bókað að hann telji heppilegra að tillögur að lausn umferðamála m.a. breytingar vegna þungaflutninga yrðu unnar frekar áður en haldið er lengra með málið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarfulltrúar D-lista taka undir bókun Sigurjóns Jóhannessonar D-lista í skipulagsráði.

2.Nökkvi, bátaskýli og þjónustuhús - fyrirspurn

Málsnúmer 2016120123Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta lóðarmörkum og byggingarreit á lóð Nökkva. Skipulagsráð tók jákvætt í stækkun á byggingarreit á fundi 11. janúar 2017 og í breytingu á lóðarmörkum á fundi 27. september 2017. Tillagan er dagsett 5. október 2017 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn.

Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall, stærð byggingarreits og lóðarmörk. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað sem einnig er lóðarhafi.



Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Grænhóll - fjölgun lóða, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017080029Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Á fundi skipulagsráðs þann 14. júní 2017 var sviðsstjóra skipulagssviðs falið að láta endurskoða deiliskipulag athafnasvæðisins við Grænhól með það að markmiði að færa það til fyrra horfs. Sjafnargötu 7 verður skipt upp í fjórar lóðir eins og upphaflegt deiliskipulag frá 2006 sýndi.

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.



Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 19. september 2017.

Norðurorka telur breytingarnar ekki hafa áhrif á vatns-, hita eða rafveitu. Hins vegar er óskað eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðaustur horn svæðisins.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. október 2017.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Hörgársveit, dagsett 30. október 2017.

Lögð er áhersla á að breytt skipulag feli í sér fullgilda skipulagsheimild til vegtengingar milli Sjafnargötu og Lónsvegar í Hörgársveit.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.



Svör við umsögnum.

1) Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu um lóð undir fráveitu þar sem staðsetning hennar er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda er bent á að hægt er að senda inn athugasemd við nýtt aðalskipulag þegar það verður auglýst.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu um gatnatengingu þar sem það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Gatnatengingin er sýnd í nýrri tillögu að aðalskipulagi 2018-2030.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

19. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðaveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars og 31. maí 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram ásamt umsögn bæjarlögmanns. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 25. október 2017.



Skipulagsráð samþykkir endurskoðaðar reglur um lóðaveitingar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og vísar reglunum aftur til skipulagsráðs.

5.Sjávargata 4 - umsókn um breytt deiliskipulag vegna verksmiðjuhúss

Málsnúmer 2017100054Vakta málsnúmer

31. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár vegna húss nr. 4 við Sjávargötu.

Erindið var grenndarkynnt frá 2. nóvember og lauk 14. nóvember 2017 með samþykki allra sem grenndarkynninguna fengu.

Tvær umsagnir bárust.

1) Isavia, dagsett 30. október 2017.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna en vakin athygli á að ef reisa á byggingarkrana eða slíkt vegna framkvæmda á svæðinu þarf að vinna það í góðu samráði við Isavia og Samgöngustofu. Bent er á að á umræddu svæði gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll og er hindranasvæði í 40-45 m.y.s.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 3. nóvember 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Byggingaframkvæmdir á svæðinu skal vinna í samráði við Isavia og Samgöngustofu vegna flugöryggis.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 16. nóvember 2017
Bæjarráð 9. og 16. nóvember 2017
Frístundaráð 9. nóvember 2017
Fræðsluráð 31. október 2017
Skipulagsráð 15. nóvember 2017
Velferðarráð 1. og 15. nóvember 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:00.