10. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:
Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta lóðarmörkum og byggingarreit á lóð Nökkva. Skipulagsráð tók jákvætt í stækkun á byggingarreit á fundi 11. janúar 2017 og í breytingu á lóðarmörkum á fundi 27. september 2017. Tillagan er dagsett 5. október 2017 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall, stærð byggingarreits og lóðarmörk. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað sem einnig er lóðarhafi.
Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.
Edward Hákon Huijbens V-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista óska bókað að þeir telji húsið mjög stórt og í ósamræmi við aðliggjandi byggð.