Kjararáð - úrskurður um þingfararkaup

Málsnúmer 2016110060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3529. fundur - 10.11.2016

Umræður um nýlegan úrskurð kjararáðs um þingfararkaup.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrar beinir því til Alþingis að bregðast við ákvörðun kjararáðs um þingfararkaup með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ekki verði gerðar breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefndafólks í samræmi við úrskurð kjararáðs í lok október sl. á meðan Alþingi hefur ekki fjallað um málið.

Bæjarstjórn - 3403. fundur - 06.12.2016

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. nóvember 2016:

Umræður um nýlegan úrskurð kjararáðs um þingfararkaup.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð Akureyrar beinir því til Alþingis að bregðast við ákvörðun kjararáðs um þingfararkaup með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ekki verði gerðar breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefndafólks í samræmi við úrskurð kjararáðs í lok október sl. á meðan Alþingi hefur ekki fjallað um málið.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.