Samstarf og sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2016120012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3403. fundur - 06.12.2016

Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um samstarf og sameiningu sveitarfélaga.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna. Lögð er áhersla á að öll sveitarfélögin gangi óbundin til þessarar könnunar, en bæjarstjórn telur mikilvægt að taka umræðuna og skoða kosti og galla og standa að málefnalegri umræðu meðal íbúa á svæðinu.


Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með 9 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá og Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista var fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

Farið yfir svör nágrannasveitarfélaga vegna bréfs Akureyrarbæjar um gerð fýsileikakönnunar á sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.
Bæjarráð harmar þá afstöðu sem meirihluti sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu hefur tekið varðandi möguleika á gerð fýsileikakönnunar. Jafnframt felur bæjarráð forseta bæjarstjórnar að boða til fundar með forsvarsmönnum Dalvíkurbyggðar og Svalbarðsstrandarhrepps um möguleika á útfærslu á slíkri könnun.