3. liður í fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dags. 21. maí 2013, sem bæjarráð 13. júní 2013 vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar og framkvæmdadeildar:
Bílastæðamál við Naustaskóla.
Hverfisnefnd og Skólaráð þurfa að fara í sameiginlegt átak við að fá þessi bílastæðamál í gegn. Því leggur hverfisnefnd enn og aftur áherslu á að ljúka frágangi við bílastæði við Naustaskóla og Naustatjörn ásamt sleppisvæðum við Kjarnagötu og Lækjartún fyrir skólabyrjun haustið 2013.
Bjarni Sigurðsson áheyrandafulltrúi A-lista lýsti yfir vanhæfi við umræðu og afgreiðslu þessa máls og vék af fundi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar í bæjarráði.