7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Erindi dags. 23. apríl 2012 þar sem Bragi Óskarsson óskar eftir, f.h. lóðarhafa Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðfylgjandi tillögu, frá Fanneyju Hauksdóttur dags. 13. júní 2012, að breytingu á deiliskipulagi Fosshlíð - Mánahlíð - Sunnuhlíð - Barmahlíð.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á skilmálum skipulagsins er varðar þakhalla og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarráð/bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.