Bæjarráð

3261. fundur 17. febrúar 2011 kl. 09:00 - 11:58 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011010041Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar fyrir næsta fund bæjarráðs 24. febrúar nk.

2.Rammasamningar Ríkiskaupa - aðild sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 2011010140Vakta málsnúmer

Rætt um endurnýjun aðildar að rammasamningi Ríkiskaupa 2011.

Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær segi sig frá sem flestum flokkum í útboðum Ríkiskaupa og felur Hagþjónustunni að meta í hvaða flokkum sé ráðlegt að vera áfram aðili að á hverjum tíma.

3.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Bæjarráð skipaði undirbúningshóp afmælisársins á fundi sínum þann 10. september 2009 og endurskipaði í hópinn á fundi sínum þann 22. júlí 2010. Hópurinn er þannig skipaður:
Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi, sem er formaður hópsins, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Bæjarstjóri lagði fram erindisbréf fyrir undirbúningshópinn og verkefnalista.

Bæjarráð samþykkir að undirbúningshópurinn nefnist hér eftir afmælisnefnd og starfi til loka ársins 2012.

Bæjarráð staðfestir erindisbréfið.

Það er vilji bæjarráðs að sem flestir komi að hátíðarhöldum og verkefnum í tilefni afmælisársins og að stofnanir og félög sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ noti hluta af þeim til viðburða í tengslum við afmælisárið. Bæjarráð beinir því jafnframt til deilda og stofnana bæjarins og allra sem málið varðar að reikna með afmælisárinu í skipulagningu verkefna ársins 2012.

Bæjarráð frestar afgreiðslu varðandi samninga um verkefni vegna afmælisins.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2011. Fundargerðin er í 3 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar og skipulagsdeildar, 2. lið a) til skipulagsdeildar, 2. liður b) er lagður fram til kynningar og 3. lið er vísað til framkvæmdadeildar.

5.Kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 2011020033Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag um kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til SNS f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög.

Bæjarráð samþykkir kjarasamningsumboðin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Glerárgata 7 - auglýsingar án leyfis

Málsnúmer 2010100023Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. febrúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 6. október 2010 og 26. nóvember 2010 til T.E. ehf, kt. 600598-2019 og Hársnyrtistofunnar Strúktúru ehf, kt. 581298-2939, eigenda að Glerárgötu 7. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingar frá aðilum sem ekki eru með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um dagsektir 50.000 kr. á dag verði samþykkt.

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi bæjarráðs við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

7.Vatnsaflsvirkjun í Glerárdal - svar við fyrirspurn

Málsnúmer 2010030142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Fallorku ehf dags. 10. febrúar 2011 við fyrirspurn Ólafs Jónssonar D-lista sem hann bar upp undir liðnum önnur mál í bæjarráði þann 11. nóvember sl.

8.Vatnsaflsvirkjun í Glerárdal - frumathugun

Málsnúmer 2010030142Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2011 frá Fallorku ehf. Óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku ehf verði heimilað að reisa þar um 2,0 MW vatnsaflsvirkjun.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað:

Um leið og Vinstri hreyfingin grænt framboð fagnar áformum um virkjun "bæjarlækjarins" á Akureyri leggjum við mikla áherslu á að unnið verði að deiliskipulagi sem nær til alls Glerárdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu en ekki verði eingöngu miðað við skipulag sem lýtur að tiltekinni virkjun.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 2011010090Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2012-2014.
Halla Björn Reynisdóttir L-lista vék af fundi kl. 11:25.

10.Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Málsnúmer 2011020092Vakta málsnúmer

Rætt um málflutning FÍB gagnvart samgöngubótum á Norðurlandi.

Fundi slitið - kl. 11:58.