Málsnúmer 2010100023Vakta málsnúmer
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. febrúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 6. október 2010 og 26. nóvember 2010 til T.E. ehf, kt. 600598-2019 og Hársnyrtistofunnar Strúktúru ehf, kt. 581298-2939, eigenda að Glerárgötu 7. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingar frá aðilum sem ekki eru með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um dagsektir 50.000 kr. á dag verði samþykkt.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi bæjarráðs við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar fyrir næsta fund bæjarráðs 24. febrúar nk.