9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. febrúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 6. október 2010 og 26. nóvember 2010 til T.E. ehf, kt. 600598-2019 og Hársnyrtistofunnar Strúktúru ehf, kt. 581298-2939, eigenda að Glerárgötu 7. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingar frá aðilum sem ekki eru með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um dagsektir 50.000 kr. á dag verði samþykkt.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi bæjarráðs við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.