Málsnúmer 2011050082Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd óskar eftir að ákvæði um hljóðvist verði færð í greinargerð. Einnig leggur skipulagsnefnd til að sniðmyndum verði breytt þannig að húsin lækki í landi allt að 1 m.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Ég tel, í ljósi athugasemda íbúa, nauðsynlegt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem umbeðnar breytingar eru verulegar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.
Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku að upphæð allt að 40 milljónir kr. og veðsetningu á húseign klúbbsins við Frostagötu.