Lögð fram til kynningar niðurstaða kærunefndar útboðsmála dags. 27. júlí 2011 vegna kæru Hamarsfells ehf og Adakris UAB á ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, uppsteypa og utanhússfrágangur.
Niðurstaða nefndarinnar er að kröfu kærenda um að felld verði úr gildi sú ákvörðun Akureyrarbæjar að taka tilboði SS Byggis ehf í útboðinu er hafnað og að Akureyrarbær er ekki skaðabótaskyldur gagnvart kærendum vegna þátttöku í útboðinu. Einnig er kröfu kærenda um að Akureyrarbær greiði málskostnað hafnað.