Bæjarráð

3264. fundur 03. mars 2011 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ólafur Jónsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í forföllum formanns og varaformanns stýrði Ólafur Jónsson aldursforseti fundi.

1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. febrúar 2011. Fundargerðin er í 13 liðum.

Bæjarráð vísar 2. lið til Akureyrarstofu, 3. til skipulagsnefndar, 4., 7. og 9. lið til skipulagsdeildar, 10. og 12. lið til framkvæmdadeildar.

1., 5., 6., 8., 11. og 13. liður voru lagðir fram til kynningar.

2.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipan tveggja fulltrúa í vinnuhóp vegna deiliskipulags Drottningarbrautarreits.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Odd Helga Halldórssson L-lista og Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur V-lista í vinnuhópinn.

3.Öldrunarheimili Akureyrar - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011010041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, síðast á dagskrá bæjarráðs 24. febrúar sl. Á fundi sínum þann 17. febrúar sl. fól bæjarráð bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar.
Lagt fram til kynningar svar velferðarráðuneytisins dags. 24. febrúar 2011. Þar kemur fram að velferðarráðuneytið samþykkir að fjölga um 3 hjúkrunarrými frá fyrri skerðingu og í viðbót að breyta 8 dvalarrýmum í 4 hjúkrunarrými á Öldrunarheimilum Akureyrar frá 1. mars 2011. Frá þeim tíma hafa Öldrunarheimili Akureyrar heimild fyrir 168 hjúkrunarrýmum og 20 dvalarrýmum.
Samkvæmt þessu þá fækkar hjúkrunarrýmum um 2 frá síðastliðnu ári og dvalarrýmum um 8.

4.Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011020117Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. febrúar 2011 frá Guðmundi Sigvaldasyni f.h. stjórnar Gásakaupstaðar ses þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 30. mars nk. kl. 15:00 í Zonta-salnum, Aðalstræti 54, Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 18. febrúar 2011.

6.Félag leikskólakennara - ályktun vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins

Málsnúmer 2011020150Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Félags leikskólakennara dags. 22. febrúar 2011 vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum.

7.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - auglýsing eftir framboðum í stjórn

Málsnúmer 2011020154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. febrúar 2011 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Framboðum skal skila í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 18. mars nk.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - 25. landsþing

Málsnúmer 2011020155Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 24. febrúar 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 25. landsþings sambandsins á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík, föstudaginn 25. mars nk.

9.Hjálpræðisherinn á Akureyri - rekstur

Málsnúmer 2011020149Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. febrúar 2011 frá Hjálpræðishernum á Akureyri þar sem sótt er um styrk til Akureyrarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.

10.Þjóðaratkvæðagreiðsla 2011

Málsnúmer 2011020159Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 25. febrúar 2011 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í Hrísey og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Einnig leggur kjörstjórnin til að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey og í Grímsey.
Kjörstjórn óskar eftir að bæjarráð samþykki ofangreindar tillögur.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.

11.Þjóðaratkvæðagreiðsla 2011

Málsnúmer 2011020159Vakta málsnúmer

Rætt um tilnefningu flokkanna í undirkjörstjórnir vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl nk.

Fulltrúum flokkanna falið að vinna áfram að málinu.

12.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010

Málsnúmer 2010050056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til desember 2010.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi kl. 10:10.

13.Sorphirða - athugasemdir og fyrirspurnir

Málsnúmer 2011020163Vakta málsnúmer

Lagt fram svar við fyrirspurn Ólafs Jónssonar D-lista frá síðasta bæjarráðsfundi varðandi stöðuna í innleiðingu nýja sorphirðukerfisins m.t.t. að koma nýjum tunnum fyrir við öll heimili, hve margar grenndargámastöðvar séu komnar í notkun. Hvað eigi eftir að koma mörgum fyrir og hvort tiltækar séu nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem lengst hafa verið í notkun og ef svo væri hvað þær tölur sýna.
Í svarinu kemur fram að dreifingu nýrra íláta í sérbýli og minni fjölbýli sé lokið sunnan Glerár og í Holta- og Hlíðahverfi. Einnig er dreifingu að stærstum hluta lokið í Síðuhverfi. Dreifing íláta í Giljahverfi er að hefjast.
Alls eru komnar upp 11 af 13 fyrirhuguðum grenndarstöðvum.
Ekki eru tiltækar nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem lengst hafa verið í notkun en heildarlosun í janúar í ár er mun meiri en í janúar 2010.

14.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 2011010090Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2012-2014.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram handbók um framkvæmd á kynjaðri fjárlagagerð.

15.Önnur mál

Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lýsti vonbrigðum með forgangsröðun í snjómokstri þar sem bílar ganga klárlega fyrir gangandi vegfarendum og gangstéttar mokaðar of seint.

Bæjarráð vísar ábendingunum til framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.