Lagt fram svar við fyrirspurn Ólafs Jónssonar D-lista frá síðasta bæjarráðsfundi varðandi stöðuna í innleiðingu nýja sorphirðukerfisins m.t.t. að koma nýjum tunnum fyrir við öll heimili, hve margar grenndargámastöðvar séu komnar í notkun. Hvað eigi eftir að koma mörgum fyrir og hvort tiltækar séu nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem lengst hafa verið í notkun og ef svo væri hvað þær tölur sýna.
Í svarinu kemur fram að dreifingu nýrra íláta í sérbýli og minni fjölbýli sé lokið sunnan Glerár og í Holta- og Hlíðahverfi. Einnig er dreifingu að stærstum hluta lokið í Síðuhverfi. Dreifing íláta í Giljahverfi er að hefjast.
Alls eru komnar upp 11 af 13 fyrirhuguðum grenndarstöðvum.
Ekki eru tiltækar nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem lengst hafa verið í notkun en heildarlosun í janúar í ár er mun meiri en í janúar 2010.