Erindi til sveitarstjórna vegna afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2024100308

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3865. fundur - 17.10.2024

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2024 frá Cruise Iceland til fjármála- og efnahagsráðherra vegna afnáms tollfrelsis.

Pétur Ólafsson hafnastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Það er óásættanlegt að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingum án þess að mat sé lagt á efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar, eða að ákvörðunin byggi á langtíma stefnumótun um mótttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að gildistökunni verði frestað um tvö ár á meðan sú vinna fer fram, enda gæti verið um að ræða verulega vanhugsaðan landsbyggðarskatt sem muni hafa mikil áhrif á mótttöku skemmtiferðaskipa m.a. á Akureyri, Hrísey og Grímsey.