Bæjarráð

3856. fundur 08. ágúst 2024 kl. 08:15 - 10:23 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Hafnasamlag Norðurlands

Málsnúmer 2024050314Vakta málsnúmer

Rætt um málefni hafnarinnar.

Pétur Ólafsson hafnastjóri og Inga Dís Sigurðardóttir formaður stjórnar HN sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Pétri og Ingu Dís fyrir komuna.

2.Breytingar í nefndum - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2024080164Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hlyns Jóhannssonar M-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Inga Dís Sigurðardóttir verði aðalmaður í stað Bjarneyjar Sigurðardóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024080169Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hlyns Jóhannssonar M-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði, Bjarney Sigurðardóttir verði aðalmaður í stað Ingu Dísar Sigurðardóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Kynnt var tillaga að breytingu á skipulagi þjónustu- og skipulagssviðs.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Halla M. Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að vísa stjórnsýslubreytingum til síðari umræðu í bæjarráði.

5.Mannauðssvið - starfsáætlun 2024

Málsnúmer 2023090052Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun mannauðssviðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu kjarasamningur 2024 - 2028

Málsnúmer 2024061603Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Kjalar við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

7.Matvís og Félags vélstjóra og málmtæknimanna 2024 - 2028

Málsnúmer 2024070210Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Matvís og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

8.Eining-Iðja - kjarasamningur 2024-2028

Málsnúmer 2024070819Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Einingar-Iðju við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

9.Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum

Málsnúmer 2024080099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 4. júlí 2024 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Grímsey - breyttar kröfur Byggðastofnunar er varðar sértækan byggðakvóta

Málsnúmer 2024080132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. júlí 2024 frá Vilhjálmi Ólafssyni hjá Aflamarki ehf. fyrir hönd útgerðarmanna í Grímsey þar sem vakin er athygli á breyttum kröfum Byggðastofnunar er varðar sértækan byggðarkvóta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Byggðastofnun.

Fundi slitið - kl. 10:23.