Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum

Málsnúmer 2024080099

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3856. fundur - 08.08.2024

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 4. júlí 2024 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 58. fundur - 11.09.2024

Lagt fram til upplýsingar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skilgreiningu á skólamáltíðum.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Rannveig Elíasdóttir S-lista, Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska eftir að unnið sé minnisblað um kostnað og framkvæmd ef kæmi til þess að bjóða upp á ávaxta- og grænmetisáskrift án endurgjalds í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra falið vinna málið áfram.

Ungmennaráð - 55. fundur - 02.10.2024

Lagt var fram til upplýsingar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skilgreiningu á skólamáltíðum.
Ungmennaráð fagnar gjaldfrjálsum hádegismat í grunnskólum, en óskar eftir því að ávaxta- og mjólkuráskrift verði einnig gjaldfrjáls. Auk þess óskar ungmennaráð eftir því að allir skólar bjóði upp á morgunmat, t.d. hafragraut.