Málsnúmer 2015060134Vakta málsnúmer
Frá árinu 2012 hefur Akureyrarbær verið í samskiptum við fyrirsvarsmann HGH verks ehf. (Möl og sandur) vegna tveggja lóða fyrir atvinnurekstur við Súluveg, með landnúmer 149595 og 149596, en samkvæmt aðalskipulagi á að vera grænt svæði á nyrðri lóð HGH (landnr. 149595) og samkvæmt deiliskipulagi frá 2013 er lóð HGH með landnr. 149595 felld niður (grænt svæði) og lóðarmörk hinnar (landnr. 149596) breytt.
Samningar um lóðirnar voru tímabundnir og þegar þeir runnu út 1. mars 2013 voru þeir framlengdir tímabundið til 1. mars 2016 og aftur árið 2016 til ársins 2017, en seinni viðaukinn var ekki undirritaður af lóðarleiguhafa. Lóðarleigusamningarnir eru því útrunnir.
Þann 10. mars 2021 voru lagðar fram hugmyndir HGH um framtíðarnýtingu á lóðum við Súluveg fyrir skipulagsráð, en skipulagsráð hafnaði tillögu um að breyta deiliskipulagi svæðisins. Þann 22. mars 2021 sendi fyrirsvarsmaður HGH tillögu til bæjarins um lausn lóðamála fyrirtækisins.
Lóðamál HGH voru á dagskrá bæjarráðs þann 25. mars 2021, þar sem bæjarráð fól bæjarlögmanni að kynna fyrirsvarsmanni HGH fyrirhugaða ákvörðun bæjarráðs. Með bréfi dagsettu 29. mars 2021 var fyrirsvarsmanni HGH kynnt að bærinn fyrirhugi að fara fram á að félagið fari af lóðinni og fjarlægi mannvirki sín af svæðinu bótalaust. Fyrirsvarsmanni HGH var jafnframt veitt tækifæri til að koma að sínum sjónarmiðum áður en endanleg ákvörðun yrði tekin.
Í andmælum HGH var m.a. farið fram á að Akureyrarbær dragi þegar í stað til baka yfirlýsingu um að fyrirhugað sé að gera félaginu að víkja bótalaust af eign sinni. Þá var óskað eftir því að lögmaður félagsins fengi að koma á fund bæjarráðs og kynna sjónarmið félagsins.
Athugasemdir og sjónarmið HGH voru lögð fyrir fund bæjarráðs 3. júní 2021, en ákvörðun var frestað til frekari gagnaöflunar. Þann 24. júní 2021 komu fyrirsvarsmaður og lögmaður HGH á fund bæjarráðs og reifuðu sín sjónarmið.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.