Málsnúmer 2019070147Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júlí 2019:
Björgunarsveitin Súlur óskar eftir að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12. Á sínum tíma, þegar aðkoman sunnan og vestan við húsið var lagfærð kom Akureyrarbær til móts við Súlur með myndarlegum hætti, ekki í formi peningastyrks heldur með vinnuframlagi og efni. Í meðfylgjandi kostnaðaráætlun kemur fram að fínjöfnun og malbikun er stór hluti af kostnaði þessa verks og þess er því hér með óskað að Akureyrarbær styrki Súlur á sama máta og seinast, með því að leggja til efni og vinnu við ofangreinda verkþætti auk uppsteypu kantsteina.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðnina með 5 samhljóða atkvæðum og þakkar bæjarfulltrúa gott samstarf á liðnum árum.