Bæjarráð

3648. fundur 15. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:30 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Hulda Sif Hermannsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - lausnarbeiðni

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Dagbjartar Elínar Pálsdóttur bæjarfulltrúa S-lista dagsett 7. ágúst 2019 þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa af persónulegum ástæðum frá og með 24. ágúst nk.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðnina með 5 samhljóða atkvæðum og þakkar bæjarfulltrúa gott samstarf á liðnum árum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - fræðsluráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingar á skipan fulltrúa í fræðsluráði.

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir verði aðalfulltrúi í stað Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur. Sólveig María Árnadóttir verði varafulltrúi í stað Ragnheiðar Lilju Bjarnadóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.

3.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - hugmyndir um sameiningu við Eyþing og AÞ

Málsnúmer 2019080094Vakta málsnúmer

Rætt um áformaða sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings.

Valtýr Hreiðarsson stjórnarmaður í AFE og Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri félagsins mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Valtý og Sigmundi fyrir komuna á fundinn.

4.Endurbætur á bílaplani Hjalteyrargötu 12 - styrkur

Málsnúmer 2019070147Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júlí 2019:

Björgunarsveitin Súlur óskar eftir að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12. Á sínum tíma, þegar aðkoman sunnan og vestan við húsið var lagfærð kom Akureyrarbær til móts við Súlur með myndarlegum hætti, ekki í formi peningastyrks heldur með vinnuframlagi og efni. Í meðfylgjandi kostnaðaráætlun kemur fram að fínjöfnun og malbikun er stór hluti af kostnaði þessa verks og þess er því hér með óskað að Akureyrarbær styrki Súlur á sama máta og seinast, með því að leggja til efni og vinnu við ofangreinda verkþætti auk uppsteypu kantsteina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar umhverfis-og mannvirkjaráðs fyrir næsta ár.

5.Lækjargata 3 - umsókn um að skrá eign sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2017090122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2019 frá Knúti Bruun f.h. Gesthofs ehf. þar sem farið er fram á að endurskoðun reglna um skammtímaleigu verði hraðað og jafnframt sótt um rekstrarleyfi til skammtímaleigu íbúða að Lækjargötu 3 á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagssviðs og óskar eftir að vinnunni við gerð reglna um skammtímaleigu verði hraðað.

6.Bæjarráð - starfs- og fundaáætlun 2019-2020

Málsnúmer 2019020197Vakta málsnúmer

Rætt um starfs- og fundaáætlun bæjarráðs frá september 2019 til ágúst 2020. Lögð fram fundaáætlun tímabilsins.
Bæjarráð samþykkir fundaáætlun næsta árs með 5 samhljóða atkvæðum.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa veturinn 2019-2020

Málsnúmer 2019070470Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagi viðtalstíma bæjarfulltrúa veturinn 2018-2019.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.

8.Drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi

Málsnúmer 2019080173Vakta málsnúmer

Rætt um drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Drögin eru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1456
Bæjarráð mótmælir þeim skamma fresti, yfir sumarmánuði, sem gefinn er til að koma með athugasemdir í samráðsgátt vegna Grænbókar um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.



Þá gerir bæjarráð alvarlegar athugasemdir við skipan starfshóps en svo virðist sem enginn utan höfuðborgarsvæðisins sitji í starfshópnum. Auk þess sitja engir fulltrúar sveitarfélaga í starfshópnum en bæjarráð telur eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum enda um mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga að ræða.



Bæjarráð telur samfélags- og byggðasjónarmið ekki höfð að leiðarljósi við vinnuna og lýsir yfir vonbrigðum með að þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar virðist ekki vera vilji til að opna fleiri gáttir inn í landið og lítil ástæða talin til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.

9.Komur skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2019080180Vakta málsnúmer

Rætt um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins, að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég legg áherslu á mikilvægi þess að skilgreina og meta hvaða markhópa ferðafólks reynt sé að ná til í markaðssetningu á svæðinu og hafa í huga sjálfbærni greinarinnar og þolmörk samfélagsins. Ég legg til að vinnu við stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa sem samkvæmt samþykktri ferðamálastefnu átti að vinna árið 2017 verði ýtt úr vör.

Fundi slitið - kl. 10:30.