Drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi

Málsnúmer 2019080173

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3648. fundur - 15.08.2019

Rætt um drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Drögin eru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1456
Bæjarráð mótmælir þeim skamma fresti, yfir sumarmánuði, sem gefinn er til að koma með athugasemdir í samráðsgátt vegna Grænbókar um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.



Þá gerir bæjarráð alvarlegar athugasemdir við skipan starfshóps en svo virðist sem enginn utan höfuðborgarsvæðisins sitji í starfshópnum. Auk þess sitja engir fulltrúar sveitarfélaga í starfshópnum en bæjarráð telur eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum enda um mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga að ræða.



Bæjarráð telur samfélags- og byggðasjónarmið ekki höfð að leiðarljósi við vinnuna og lýsir yfir vonbrigðum með að þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar virðist ekki vera vilji til að opna fleiri gáttir inn í landið og lítil ástæða talin til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Rætt um drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Drögin voru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1456.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 15. ágúst sl. og var bæjarstjóra þá falið að skila inn umsögn vegna málsins.