Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. júní 2019:
Lagður fram áætlaður kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á Árholti svo starfsemi ungbarnaleikskóla geti hafist þar 1. september 2019.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20 milljónir.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:
Ég hafna því að óskað sé eftir viðauka og tel að fræðsluráð eigi að sækja um viðauka vegna framkvæmda sem fræðsluráð óskar eftir og eru ekki inni á framkvæmdaáætlun. Enda sé ekki svigrúm fyrir framkvæmdinni með tilfærslum innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Erindinu er vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.