Bæjarráð

3638. fundur 16. maí 2019 kl. 08:15 - 11:41 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - uppbygging heilsárs starfsemi

Málsnúmer 2018020052Vakta málsnúmer

Rætt um Hlíðarhrygg og framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra samfélagssviðs að ræða við forsvarsmenn Hlíðarhryggs ehf. um málið.

2.Vinnuskóli 2019 - laun 2019

Málsnúmer 2019040464Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2019 hækki um 7,5% og verði sem hér segir:

14 ára kr. 592

15 ára kr. 676

16 ára kr. 888

17 ára fá greitt samkvæmt starfsmati fyrir starfið sumarvinna skólafólks, 82% af launaflokki 116 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Greitt er 10,17% orlof til viðbótar við tímakaup.

3.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

Málsnúmer 2019020370Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir apríl 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Niðurstöður úr þjónustukönnun

Málsnúmer 2019040491Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 2. maí 2019:

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Hjallastefnan ehf. - breytingar á skipulagi

Málsnúmer 2019050143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Rætt var við Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. í síma á fundinum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

6.Heimasíða - ábendingar og athugasemdir

Málsnúmer 2019050141Vakta málsnúmer

Kynnt verklag við afgreiðslu ábendinga og athugasemda af heimasíðu bæjarins.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í helstu ráð og nefndir

Málsnúmer 2019030404Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð ungmennaráðs / bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019:

Embla Blöndal kynnti málið f.h. ungmennaráðs.

Nýir tímar kalla á breytingar. Raddir unga fólksins, fólksins sem kemur til með að taka við því samfélagi sem við búum í geta skipt og eiga að skipta máli. Þessar breytingar þurfa að snúast um það að virkja ungmenni í samfélaginu og kalla eftir skoðunum þeirra og áliti á hinum ýmsu málum. Ungt fólk hefur ýmislegt fram að færa og hefur skoðanir á ýmsum málum sem varða samfélagið allt og ekki síst málefni ungmenna. Ungmennaráð hefur nú áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og frístundaráði en það er ekki nægilegt.

Tillaga:

Ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í helstu ráð og nefndir.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur ungmennaráði að móta tillögur um hvernig staðið verður að vali á áheyrnarfulltrúum með lýðræðislegum hætti.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

9.Húsaleigusamningur vegna Krógabóls - viðauki

Málsnúmer 2019040223Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 6. maí 2019:

Viðauki vegna endurbóta á loftræstikerfi Krógabóls lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna endurbóta á loftræstikerfi leikskólans að upphæð kr. 6.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum beiðni fræðsluráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 6 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

10.Oddeyrarskóli - þak

Málsnúmer 2019040158Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2019:

Lagt fram minnisblað dagsett 2. maí 2019 vegna viðhaldsþarfar á þaki á 3 álmum við Oddeyrarskóla. Þar kemur fram að það er talið mjög brýnt að endurnýja þakið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir að bæjarráð veiti viðauka til þess að fara í verkið og bjóða það út.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð 35 milljónir króna vegna málsins.

11.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2019:

Tekin fyrir beiðni frá meirihluta stjórnar um 10 milljón kr. viðauka á árinu 2019 til að gera varanlega lögn fyrir ofanvatn úr Hlíðarfjalli, austast á svæði Bílaklúbbsins, samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu enda sparist á móti 16 milljónir króna sem fyrirhugað var að leggja í breytingu á sömu lögn eftir 1 til 2 ár.

Komið hefur í ljós við framkvæmdir nú í vor að svæðið er þurrara og stöðugra en talið var og því ekki þörf á að bíða eftir að landið hætti að síga. Þess vegna má koma í veg fyrir áðurnefndan tvíverknað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka að upphæð 10 milljónir króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 10 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

12.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2017-2019

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis:

109. fundur - 26. apríl 2018, aðalfundur

110. fundur - 15. maí 2018

111. fundur - 3. október 2018

112. fundur - 31. janúar 2019

113. fundur - 19. febrúar 2019

114. fundur - 19. mars 2019

115. fundur - 10. apríl 2019, aðalfundur

Fundargerðirnar má finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir

13.Stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs. - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019030011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 8. maí 2019. Fundargerðina er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.port.is/isl/index.php?pid=167

14.Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019050224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2019 frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra f.h. stjórnar Minjasafnsins á Akureyri. Í erindinu er boðað til aðalfundar safnsins þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 14:00 í sal Zontaklúbbsins á Akureyri, Aðalstræti 54.
Bæjarráð felur Hildu Jönu Gísladóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

15.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 2019050036Vakta málsnúmer

Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Umsögn þarf að berast fyrir 3. júní nk.

Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð boðar til vinnufundar bæjarstjórnar um málið 27. maí nk.

Fundi slitið - kl. 11:41.