Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer
Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2019:
Tekin fyrir beiðni frá meirihluta stjórnar um 10 milljón kr. viðauka á árinu 2019 til að gera varanlega lögn fyrir ofanvatn úr Hlíðarfjalli, austast á svæði Bílaklúbbsins, samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu enda sparist á móti 16 milljónir króna sem fyrirhugað var að leggja í breytingu á sömu lögn eftir 1 til 2 ár.
Komið hefur í ljós við framkvæmdir nú í vor að svæðið er þurrara og stöðugra en talið var og því ekki þörf á að bíða eftir að landið hætti að síga. Þess vegna má koma í veg fyrir áðurnefndan tvíverknað.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka að upphæð 10 milljónir króna.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.