Liður 2 í fundargerð ungmennaráðs / bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019:
Embla Blöndal kynnti málið f.h. ungmennaráðs.
Nýir tímar kalla á breytingar. Raddir unga fólksins, fólksins sem kemur til með að taka við því samfélagi sem við búum í geta skipt og eiga að skipta máli. Þessar breytingar þurfa að snúast um það að virkja ungmenni í samfélaginu og kalla eftir skoðunum þeirra og áliti á hinum ýmsu málum. Ungt fólk hefur ýmislegt fram að færa og hefur skoðanir á ýmsum málum sem varða samfélagið allt og ekki síst málefni ungmenna. Ungmennaráð hefur nú áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og frístundaráði en það er ekki nægilegt.
Tillaga:
Ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í helstu ráð og nefndir.