Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Umsögn þarf að berast fyrir 3. júní nk.
Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda:
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375
Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.