Erindi dagsett 16. október 2018 frá Hildu Jönu Gísladóttur f.h. stjórnar Eyþings þar sem óskað er eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum innan Eyþings vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingum til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Fjárhæðinni er skipt milli sveitarfélaga eftir íbúatölu m.v. 1. desember næstliðins árs líkt og árgjöld sveitarfélaganna til Eyþings. Hlutur Akureyrarbæjar er áætlaður kr. 5.727.978 m.v. 61,59% kostnaðar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.