Bæjarráð

3537. fundur 22. desember 2016 kl. 08:30 - 12:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Ráðningar millistjórnenda á ný svið

Málsnúmer 2016120016Vakta málsnúmer

Fjármálasvið.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri kynnti tillögur um skipulag fjársýslusviðs.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 8:35.

2.Ráðningar millistjórnenda á ný svið

Málsnúmer 2016120016Vakta málsnúmer

Stjórnsýslusvið.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti tillögur um skipulag stjórnsýslusviðs.

Einnig lagði hún fram tillögu um að reglur Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags verði endurskoðaðar m.t.t. stjórnsýslubreytinga sem taka gildi um áramót.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur um skipulag stjórnsýslusviðs.

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskar bókað: Ég tel að það eigi að auglýsa allar lausar stöður stjórnenda.

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.

3.Samþykktir fastanefnda

Málsnúmer 2016120132Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir eftirtaldar nefndir: Bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum fyrir bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun vegna stjórnsýslubreytinga

Málsnúmer 2016120133Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2017

Málsnúmer 2016120131Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2017 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2016120131Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að endurskoða reglur um tekjumörk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

7.Snorri Óskarsson - bótakrafa

Málsnúmer 2015050121Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stefna Snorra Óskarssonar á hendur Akureyrarkaupstað.

8.Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 23. nóvember 2016:

Farið yfir stöðu mála varðandi stofnun frumkvöðlaseturs á Akureyri.

Atvinnumálanefnd styður heilshugar við frumkvöðlastarfsemi á Akureyri og óskar eftir að bæjarráð ræði möguleikann á stofnun frumkvöðlaseturs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um samstarf vegna daglegrar umsjónar og reksturs frumkvöðlaseturs og jafnframt að ganga frá leigu húsnæðis undir starfsemina.

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskar bókað: Ég er sammála stofnun frumkvöðlaseturs en tel jafnframt að auglýsa eigi eftir húsnæði.

9.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri styrkbeiðni

Málsnúmer 2016120119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2016 frá Baldvini Valdemarssyni verkefnastjóra fyrir hönd undirbúningshóps um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri. Í erindinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk vegna Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri sem haldin verður í sjötta sinn 3.- 5. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 og skal styrkurinn tekinn af styrkveitingum bæjarráðs fyrir árið 2017.

10.Samningar um öryggisvistun 2016

Málsnúmer 2016110106Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð velferðarrráðs dagsett 21. desember 2016:

Lögð fram drög að samningi við velferðarráðuneyti um öryggisvistunarúrræði sem gildir fyrir árið 2016.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

11.Stytting vinnuviku

Málsnúmer 2016060105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. nóvember 2016:

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 21. júní 2016:

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra og mannauðsráðgjafa að taka saman upplýsingar um sambærileg verkefni í öðrum sveitarfélögum og ráðuneytum hér á landi sem og í nágrannalöndum og leggja jafnframt fram tillögur um hugsanleg tilraunaverkefni.

12.Aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - styrkir

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Lagt var fram minnisblað starfshóps vegna styrkveitinga Akureyrarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningu og útfærslu á verkefninu af hálfu starfshópsins.

13.Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. desember 2016:

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins".

Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%). Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna. Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerðir veturinn 2016-2017

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. desember 2016.
Bæjarráð vísar 1., 3. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til fjölskyldudeildar, 5. lið til forstöðumanns íþróttamála og 6. lið til fjármálastjóra.

15.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir

Málsnúmer 2016010037Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis nr. 94, 95, 96 og 97 dagsettar 6. september, 4. október, 6. nóvember og 8. desember 2016.
Fundargerðir 94., 96. og 97. fundar lagðar fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 4., 8. og 9. lið fundargerðar 95. fundar til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 12:30.