Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 14. fundur - 16.12.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 9. desember 2015 vegna mögulegs samstarfssamnings við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og kostnað vegna breytinga á húsnæði.
Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði í formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3489. fundur - 07.01.2016

2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 16. desember 2015:
Lagt fram minnisblað dagsett 9. desember 2015 vegna mögulegs samstarfssamnings við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og kostnað vegna breytinga á húsnæði.
Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði í formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnisstjóra atvinnumála að hefja formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri.

Atvinnumálanefnd - 17. fundur - 24.02.2016

Lögð voru fram drög að samningi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og minnisblað dagsett 23. febrúar 2016 í tengslum við húsnæðismál frumkvöðlaseturs.
Atvinnumálanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Atvinnufulltrúa falið að afla nánari upplýsinga í tengslum við húsnæðið.

Atvinnumálanefnd - 18. fundur - 02.03.2016

Rætt um möguleika í tengslum við húsnæðismál frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að ræða við Fasteignir Akureyrarbæjar.

Atvinnumálanefnd - 23. fundur - 15.06.2016

Lagt var fram minnisblað verkefnastjóra atvinnumála um stöðu mála vegna undirbúnings stofnunar frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna málið áfram.

Atvinnumálanefnd - 24. fundur - 24.08.2016

Farið var yfir stöðu mála varðandi stofnun frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Verkefnisstjóra atvinnumála falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Atvinnumálanefnd - 25. fundur - 23.11.2016

Farið yfir stöðu mála varðandi stofnun frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Atvinnumálanefnd styður heilshugar við frumkvöðlastarfsemi á Akureyri og óskar eftir að bæjarráð ræði möguleikann á stofnun frumkvöðlaseturs.

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 23. nóvember 2016:

Farið yfir stöðu mála varðandi stofnun frumkvöðlaseturs á Akureyri.

Atvinnumálanefnd styður heilshugar við frumkvöðlastarfsemi á Akureyri og óskar eftir að bæjarráð ræði möguleikann á stofnun frumkvöðlaseturs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um samstarf vegna daglegrar umsjónar og reksturs frumkvöðlaseturs og jafnframt að ganga frá leigu húsnæðis undir starfsemina.

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskar bókað: Ég er sammála stofnun frumkvöðlaseturs en tel jafnframt að auglýsa eigi eftir húsnæði.

Stjórn Akureyrarstofu - 230. fundur - 27.04.2017

Föstudaginn 10. mars sl. var undirritaður samningur á milli Akureyrarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri. Formleg opnun setursins er fyrirhuguð fimmtudaginn 18. maí nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 259. fundur - 06.09.2018

Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi Verksmiðjunnar, frumkvöðlaseturs.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði fyrir komuna á fundinn og fyrir veittar upplýsingar um starfsemi Verksmiðjunnar.



Stjórn Akureyrarstofu - 275. fundur - 04.04.2019

Til umræðu framtíð Frumkvöðlasetursins, Glerárgötu 34.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að ræða við HA, AFE, NMI og AkureyrarAkademíu um framtíð frumkvöðlaseturs.