Bæjarráð

3514. fundur 14. júlí 2016 kl. 08:30 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Menningarfélag Akureyrar - MAK

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Þuríði Helgu og Dan fyrir yfirferðina og felur Þuríði Helgu að leggja fram frekari gögn í bæjarráði fimmtudaginn 4. ágúst nk., í samræmi við umræður á fundinum.

2.Vinabæir og erlend samskipti - niðurstaða vinnuhóps

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöðu vinnuhóps um vinabæi og erlend samskipti.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar niðurstöðum vinnuhópsins til umræðu í bæjarstjórn og óskar eftir því við forseta bæjarstjórar að málið verði tekið til umræðu á fundi bæjarstjórnar 20. september nk.

3.Vinabæir og erlend samskipti - Denver

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. júní 2016 frá borgarstjóra Denverborgar þar sem hann kynnir hátíð sem haldin verður í Denverborg dagana 27. og 28. ágúst nk.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar niðurstöðum vinnuhópsins til umræðu í bæjarstjórn og óskar eftir því við forseta bæjarstjórar að málið verði tekið til umræðu á fundi bæjarstjórnar 6. september nk.

5.Rafrænar íbúakosningar - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2016060157Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. júní 2016 frá innanríkisráðuneytinu varðandi tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Ferðamálastofa - ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Málsnúmer 2016060186Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 29. júní 2016 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu: Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar. Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir samstarf við Ferðamálastofu um verkefnið og felur aðstoðarmanni bæjarstjóra að svara erindinu.

7.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2016010034Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 59. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 5. júlí 2016.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2., 3. lið 4), 4. og 5. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið 1, 2 og 3 til skipulagsdeildar, önnur mál lögð fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 11:35.