Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 25. maí 2016:
Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri verkefnanna Hrísey, perla Eyjafjarðar og Glæðum Grímsey mætti til fundarins frá Hrísey í gegnum Skype. Helga Íris kynnti stöðu verkefnanna. Einnig var lögð fram endanleg stefnumótun fyrir Hrísey byggðaverkefnið Hrísey, perlu Eyjafjarðar til kynningar.
Atvinnumálanefnd þakkar kynninguna og vísar stefnumótun byggðaverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar til kynningar í bæjarráði.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með störf verkefnastjóra, íbúa eyjanna og bjartsýni um verkefnið í heild sinni.
Þá samþykkir bæjarráð að tillögur aðgerðarhópsins verði gerðar aðgengilegar íbúum á vef bæjarins.
Ennfremur samþykkir bæjarráð að kostnaður vegna verkefnisins verði birtur þegar hann liggur endanlega fyrir en gert var ráð fyrir 12 milljónum króna í fjárhagsáætlun vegna vinnunnar.